Það verða 16 úthlutunardagar hjá Fjölskylduhjálp Íslands í febrúar, 8 í Reykjavík og 8 í Reykjanesbæ.
- Í Reykjavík verða fjölskyldur afgreiddar á þriðjudögum og einstaklingar á miðvikudögum milli 13-15.
Fólk þarf að skrá sig hér á vefsíðunni. Ef svæði birtist á forminu til að setja inn framtal, þá þarf að gera það, annað hvort hefur það ekki verið gert áður, eða gögnin sem send voru inn ekki talin fullnægjandi/samþykkt.
Fólk fær svo SMS að venju með dagsetning og tíma sem það má koma og sækja matinn. - Í Reykjanesbæ, við Baldursgötu 14, verða fjölskyldur á fimmtudögum og einstaklingar á föstudögum milli 14-17.
Vinsamlegast komið á staðinn og sækið um mataraðstoð.
Comments are closed.