Íslandsforeldrar

Kertaframleiðsla í Fjölskylduhjálp Íslands

islfor-logo-h-s

Íslandsforeldrar er nýtt verkefni, gagngert sett á stofn til þess að safna fjármunum til innkaupa á hollum matvælum (fisk, grænmeti og ávöxtum) til úthlutunar til allra þeirra barnafjölskyldna sem leita sér aðstoðar til Fjölskylduhjálpar Íslands hverju sinni.

Markmið sjóðsins er ekki að safna í sjóð heldur nýta það fjármagn sem safnast til innkaupa við reglulegar úthlutanir Fjölskylduhjálpar Íslands.

Sjóðurinn hefur farið vel af stað og fengið frábærar viðtökur og líkur 5. starfsári sínu í lok 2019. Ef þú vilt slást í hópinn skráir þú þig fyrir mánaðarlegum styrk hér á vefnum.