Vegna þeirra staðreyndavilla sem fjölmiðlar birta og hafa eftir aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti, þykir okkur það vera okkar skylda að birta hér skífurit unnið upp úr tölum yfir úthlutanir Fjölskylduhjálparinnar síðastliðið ár. Appelsínugulur sýnir fólk með íslenskt ríkisfang (þar með talið fólk af erlendum uppruna), aðrar sneiðar sýna hlutfall fólks með annað ríkisfang (sjá skammstafanir fyrir neðan).
Hefur það alltaf verið okkar stefna að allir fái það sama miðað við fjölskyldustærð, áháð kyni, þjóðerni, húðlit eða trúarskoðunum, nema fólk afþakki sjálft einstaka vörur.
Er það von okkar að með birtingu þessara gagna að rangfærslum um Fjölskylduhjálp Íslands og skjólstæðinga okkar linni.
Með kveðju,
Rósa Bragadóttir, tæknistjóri og sjálfboðaliði
Comments are closed.