Subway á Íslandi gáfu á dögunum 1.350 máltíðir til Fjölskylduhjálpar Íslands sem söfnuðust á alþjóðlega samlokudeginum.
Alþjóðlega samlokudeginum var fagnað á Subway á Íslandi þann 2. nóvember síðastliðinn en þessum skemmtilega degi er fagnað á Subway stöðum um allan heim í nóvember. Mikil stemmning var á veitingastöðum Subway á Íslandi þennan dag en í tilefni dagsins var viðskiptavinum boðið upp á frían bát með keyptum bát auk þess sem fyrirtækið skuldbatt sig til þess að gefa matargjöf til Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir hvern seldan bát.
Þann 5. desember afhenti Brynja Björk Garðarsdóttir, markaðsstjóri Subway, okkur svo 1.350 máltíðir að verðmæti um 1,3 milljóna króna.
Viljum við þakka Subway á Íslandi og öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem mun vonandi gera efnaminni fjölskyldum kost á að gera sér dagamun í jólamánuðinum.
Comments are closed.