Fjölskylduhjálp Íslands mun hefjast handa nú í haust við leit að Íslandsforeldrum. Er þetta nýtt átak sem miðar að því að auka framlög til Fjölskylduhjálparinnar sem nýtast munu til að auka hollustu í þeim mat sem keyptur er og úthlutað. Áhersla verður lögð á að kaupa fisk, hreint kjöt, lýsi, ferskt grænmeti og ávexti. Margt smátt gerir eitt stórt og segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, að verið sé að miða við 500-1000 króna styrki mánaðarlega frá Íslandsforeldrunum.
Það féð sem safnast undir þessum formerkjum verður eingöngu nýtt í þessum tilgangi og fá Íslandsforeldrarnir nákvæmt yfirlit yfir það í hvað styrkir þeirra fóru og hver heildarfjöldi styrkveitenda verkefnisins verður.
Er þessi háttur hafður á í stað þess að tengja hvert Íslandsforeldri við barn en það þykir ekki tilhlýðilegt í ljósi nálægðarinnar hér á landi.
Mikil ásókn er almennt í mataraðstoð en um 30.000 matargjafir voru veittar í fyrra. Aukning hefur þó verið milli ára og fleiri hópar bætast við. „Þetta er úr öllum hópum en mikið til ungt fólk, námsmenn, foreldrar sem eru nýbyrjaðir að búa, einstæðir foreldrar, öryrkjar og eldri borgarar.
“Þetta mun hafa varanleg áhrif á líf þessara barna og fjölskyldna þeirra um ókomna tíð”. Við hjá Fjölskylduhjálp Íslands vonumst til að átakið fari vel af stað og þannig njóti sem flestir góðs af.
Reikningur Íslandsforeldra
Reikn 546-26-660903 Kt 660903-2590
Nýr Verndari Fjölskylduhjálpar Íslands er Margret Hrafnsdóttir
Comments are closed.