Allir umsækjendur um mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands þurfa að skila skattframtali til að umsókn sé afgreidd.
Hafi tekjur breyst/lækkað frá tekjutímabili sem framtal vísar til þarf einnig að skila gögnum sem sýna núverandi tekjur, svo sem staðgreiðsluskrá (passið að velja árið 2020 efst hægra megin), nýjum launaseðli eða nýjum greiðsluseðli frá Vinnumálastofnun.
Sé skráningarsíða lokuð er hægt að senda umrædd gögn í viðhengi á skraning@fjolskylduhjalp.is.
Leiðbeiningar um hvernig framtal og/eða staðgreiðsluskrá eru sótt á vef Skattsins má finna á YouTube rás okkar hér: http://stutt.link/4v
Innflytjendur sem ekki hafa skilað inn skattframtali áður þurfa að skila staðgreiðsluskrá eða öðrum gögnum sem sýna núverandi tekjur.
Comments are closed.